Gengur í hvassa sunnan átt með vætu og hlýnar upp á efstu heiðar um land allt í dag, fyrst á vestanverðu landinu.

Vegir verða víða flughálir á meðan snjó og klaka leysir. Bætir í vind seinni partinn og annað kvöld með hviðum yfir 35 m/s í vindstrengjum á Norðvesturlandi, allt frá Snæfellsnesi og austur að Skjálfanda.

Öxnadalsheiði og Öxnadalur eru sett á óvissustig vegna mögulegra vetrarblæðinga frá hádegi í dag, sunnudaginn 8. desember.