Málefni vatnsveitunnar í Ólafsfirði var tekin fyrir á 826. fundi bæjarráð Fjallabyggðar.
Vatnsveitan í Ólafsfirði annar ekki eftirspurn og er viðkvæm fyrir skakkaföllum.
Auka þarf afkastagetu kerfisins og sveigjanleika. Sveitafélagið nýtir nú þegar vatnasvið Brimnessdals fyrir vatnstöku, en nýtir ekki afrennsli Brimnesár beint. Tækifæri er í því fyrir veituna að nýta auka afköst með því að taka vatn úr ánni til afhendingar.
Deildarstjóra tæknideildar falið að hefja undirbúning á vatnstöku í Brimnesá. Nýtt inntaksmannvirki skal geta veitt vatni inn á miðlunartank sveitafélagsins og þannig aukið til muna almenna afkastagetu til sveiflujöfnunar sem og til slökkvistarfs. Inntakið á einnig að geta tengst veitu til stórnotenda. Inntakið skal útbúið með þeim hætti að líkur á lit og óhreinindum í vatni séu lágmarkaðar með viðunandi síun, líkt og gert er í Hólsdal. Frumdrög að lausn óskast kynnt í bæjarráði innan þriggja vikna.
Mynd/Magnús G. Ólafsson