Neytendastofu barst erindi vegna skilmála fasteignaláns sem tekið var árið 2005 með vaxtaendurskoðunarákvæði frá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Erindið beindist að Arion banka þar sem lánið hefur verið framselt Arion banki og hann þar með tekið yfir réttindum og skyldum sem nýr kröfuhafi. Kvartað var yfir upplýsingagjöf af því að í greiðsluáætlun og útreikningum með láninu hafði ekki verið tekið tillit til verðbóta.

Einnig var kvartað yfir því að í skilmálum um vaxtaendurskoðun kæmi ekki fram við hvaða aðstæður vextir gætu breyst og að vaxtahækkun á grundvelli skilmálans í apríl 2015 hafi verið óhemil.

Neytendastofa lauk ákvörðun í málinu í júní 2019 þar sem komist var að þeirri niðurstöður að lánveitandi þurfti ekki að taka tillit til verðbóta í greiðsluáætlun og útreikningum lánsins. Á hinn bóginn taldi Neytendastofa að skilmálar um vaxtaendurskoðun væru ófullnægjandi þar sem vísun til vaxta á nýjum sambærilegum lánum telst ekki fullnægjandi upplýsingar um aðstæður sem vaxtabreyting byggir á. Neytendastofa taldi þó ekki tilefni til að fjalla um einstaka vaxtabreytingar þar sem tekin hafi verið ákvörðun um að vaxtaákvæði skilmála samræmdist ekki lögum.

Ákvörðunin var kærð til áfrýjunarnefndar neytendamála sem taldi að Neytendastofa ætti að taka afstöðu til þess hluta kvörtunarinnar sem snéri að vaxtahækkun í apríl 2015. Ákvörðunin var því felld úr gildi og lagði því fyrir stofnunin að taka málið til nýrrar meðferðar
.
Neytendastofa hefur nú tekið nýja ákvörðun í málinu. Þar kemst stofnunin að sömu niðurstöðu og fyrr auk þess sem hún telur vaxtahækkun í apríl 2015 brjóta gegn góðum viðskiptaháttum.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.