Um tuttugu manns voru viðstaddir kynningu á nýjum fuglavef í Ráðhúsinu á Siglufirði í gær, laugardag.
Það var S. Guðrún Hauksdóttir, forseti bæjarstjórnar, sem studdi á hnappinn og opnaði vefinn formlega. Í framhaldi af því fór fram kynning á fjölbreytilegu efni síðunnar sem allt er siglfirskt og unnið af félögum Fuglavinafélags Siglufjarðar – greinar, fréttir, myndir ofl.
Stjórn félagsins skipa Lydia Athanasopoulou formaður, Ólöf Helga Helgadóttir gjaldkeri og Bryndís Guðjónsdóttir ritari. Að auki standa sex félagsmenn á hliðarlínunni tilbúnir til verka – allt mikið áhugafólk um fuglalífið á Siglufirði.
Lesendur eru boðnir velkomnir á siglofuglar.com

Meðf. ljósmyndir: Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir