Frá og með 2. janúar 2025 mun ný verðskrá taka gildi fyrir veggjöld í Vaðlaheiðargöngum.
Veggjalds hækkunin nemur 6% á alla greiðsluflokka og er í samræmi við almenna verðlagsþróun á síðasta ári eins og kveðið er á um í lánasamningi.
Boðið verður upp á þá nýjung að bjóða til reynslu árgjald gegn staðgreiðslu óháð umferð en nú þegar er boðið upp á mánaðargjald fyrir fast ökutæki. Ef veggjaldið er ekki greitt í gegnum greiðslusíðuna www.veggjald.is innan 24 klst. leggst vangreiðslugjald að upphæð 1.490 kr. ofan á veggjaldið.
Verðskrá
