Barnastarf Siglufjarðarkirkju hefur í gegnum tíðina notið mikillar velvildar íbúa, félaga, fyrirtækja og stofnana bæjarins.

Á því varð engin undantekning í vor, nánar tiltekið 16. mars, á síðasta degi vetrarstarfs kirkjuskólans, en þá færði Kiwanisklúbburinn Skjöldur honum 100.000 krónur að gjöf.

Á laugardaginn var, 1. nóvember, fóru umsjónarmenn starfsins inn á Akureyri og festu kaup á ýmsum varningi fyrir téða upphæð, sem mun koma sér vel í starfinu framundan.

Börnin, sem mætt voru í gær í kirkjuskólann fögnuðu að vonum og stilltu sér upp til myndatöku í kringum nýja dótið.

Myndir/aðsendar