Venjulega er RokkBoltinn í umsjón Andra Hrannars Einarssonar á laugardögum en nú verður breyting á. Loka umferð Ensku úrvalsdeildarinnar fer fram í dag, sunnudaginn 19. maí og því verður RokkBoltinn á dagskrá þá.

Verður þú í fermingarveislu? Ekki örvænta, þú hlustar á FM Trölla á https://trolli.is/ því Andri verður á vaktinni og segir frá öllu sem gerist í loka umferðinni.

Þessi þáttur er sá síðasti á þessari vertíð og eftir að við verðum búin að kveðja Klopp og krýna Englandsmeistara þá fer RokkBoltinn í sumarfrí.

Ekki missa af neinu og stilltu þig inn á FM Trölla og RokkBoltann kl. 15:00 á sunnudagin.