Hjónin Bjarni Óskarsson og Hrafnhildur Ingimarsdóttir, sem eiga Nings veitingastaðina, eiga líka jörðina Velli í Svarfaðardal.
Þar sem áður var hlaða er nú Bræðraskemman, veislusalur þar sem haldnar eru veglegar veislur.
Hjónin reka á Völlum lífrænan búskap og ræktun, þar sem ræktaðar eru lífrænar jurtir, ávextir, grænmeti og margt fleira. Búið er að reykja 12 tegundir af ostum, bleikju, lax og gæs, gera sultur og allt mögulegt annað, og allt að fara á fullt.
Boðið er upp á grillveislur, paellu, máltíð í skál og ýmislegt fleira.
Veitingageirinn.is greindi frá þessu og þar má lesa nánar um starfsemina, auk þess eru þar margar myndir frá veislu sem haldin var ekki alls fyrir löngu.
Heimild og mynd: veitingageirinn.is