Lagt fram erindi Leyningsáss ses á 754. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar sem varðar Hólsá og Leyningsá – Veiðistjórnun og veiðivernd, umsögn bæjarstjóra frá 19.06.2017 ásamt bréfi til Fiskistofu frá 14.12.2017 með samþykktum frá 504., 506. og 644. fundi bæjarráðs og samþykktum 148. og 191. fundar bæjarstjórnar Fjallabyggðar.

Bæjarráð hefur samþykkt að fela bæjarstjóra að óska eftir umsögn frá Stangveiðifélagi Siglufjarðar og Valló ehf. sem sáu um eftirlit með veiðistjórnun og veiðivernd í Hólsá og Leyningsá frá samþykkt þar um sem gilti til þriggja ára.

Bæjarráð ítrekar óskir sínar um umsagnir og felur bæjarstjóra að hafa samband við forsvarsmenn Stangveiðifélags Siglufjarðar og Valló ehf. og kalla eftir umsögn þeirra um þann samning sem gilt hefur um veiðistjórn og veiðivernd í Hólsá og Leyningsá.

Mynd/Ingvar Erlingsson