Á sunnudagskvöldið verður fyrsti þáttur í þáttaröðinni Veislan frumsýndur á RÚV, kl. 20:35.
Dóri DNA og kokkurinn Gunnar Karl fóru um Íslands og slógu upp veislum, sóttu sér hráefni í nærumhverfinu og prófuðu veitingastaði.
Í fyrsta þættinum eru þeir staddir á Norðurlandi. Gunnar Karl tekur á móti Dóra á flugvellinum á Akureyri og þeir félagar fara á heimslóðir Gunnars. Fyrsta stopp er Lambinn á Öngulstöðum hvar Jóhannes, frændi Gunnars, og frú hafa byggt upp ferðaþjónustu. Matthew er kokkur frá Portland Oregon eldar mat sem leggur áherslu á hráefni úr nærumhverfinu og Aurora blandar hanastél fyrir Dóra í fallegu landslagi Eyjafjarðarins. Veisla er svo haldin úti með húsráðendum og þeim hjónum.
Hauganes er þekktur fyrir saltfiskinn frá Elvar Reykjalín og þeir vinirnir fá sér fisk á Baccalo á leið sinni til Siglufjarðar.
Súkkulaði og kaffihúsið hennar Fríðu á Siglufirði næsti viðkomustaður og á Hótel Siglunesi gæða þeir sér á dýrinds lambaskanka með öllum helstu kryddum frá Marokkó.
Á Völlum í Svarfaðardal eru þau hjónin, Bjarni og Hófí, búinn að gera upp gömlu kirkjujörðina og rækta þar allt milli himins og jarðar. Ákveðið er að flauta til veislu fyrir nágrannana og setja upp veisluborð í gamla fjárhúsinu.
Myndir: Julie Rowland
Aðsent