Íbúafundur þar sem breyting á deiliskipulagi á lóðum Öldugötu 31-33-35 var kynnt var haldinn í síðustu viku.

Ágúst Hafsteinsson skipulagshönnuður fór yfir tillögununa og byggingarreitina.

Eftir kynninguna var svo opnað fyrir spurningar og umræður og sköpuðust þá líflegar umræður varðandi starfsemi lóðarhafa, tillöguna og framtíðarsýn skipulagsmála á Árskógssandi. 

Hér má sjá glærur.

Hægt er að sjá skipulags tillöguna hér. 

Hægt er að skila inn athugasemdum um skipulagstillöguna á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is, bréfleiðis til Framkvæmdasviðs, Ráðhúsi, 620 Dalvík eða í gegnum Skipulagsgátt til og með 31.ágúst 2024.

Myndir/Dalvíkurbyggð