Laugardaginn 27. júlí s.l. bauð Siglfirðingurinn Sigurður Hlöðversson til tónleika í Siglufjarðarkirkju í tilefni af sjötugsafmæli sínu, sem var þann 23.
Trölli var fjarri góðu gamni, upptekinn við útsendingar frá Eldi í Húnaþingi, en annar Siglfirðingur, Leó Ólason sendi okkur myndir sem hann tók á tónleikunum. Tónleikarnir voru skemmtilegir og vel sóttir, þar sem afkomendur Sigurðar skemmtu með söng, en um píanó undirleik sá Páll Barna Szabó, sem er bróðir Antoniu Hevesi fyrrum organista Siglufjarðarkirkju.
Myndir: Leó Ólason