Vetrardagurinn fyrsti skartaði sínu fegursta á Siglufirði í gær, laugardaginn 27. okt.

Veður var stillt og kalt, vertasólin náði að baða fjörðinn í geislum sínum áður en hún hverfur í vetrardvala á bakvið fjöllin háu. Sólin hverfur um 20. nóvember á Siglufirði og sést ekki í rúma tvo mánuði.

Margir notuðu þennan fallega dag til að stunda útiveru og njóta lífsins.

Hér að neðan er nokkrar myndir sem fréttaritari Trölla.is tók á rölti sínu um Siglufjörð í gær.

Miðbærinn

 

Á Hólaveginum

 

Gústi guðsmaður stendur af sér öll veður

 

Rólegt við höfnina

 

Við Langeyrartjörn

 

Nýi golfskálinn við Skógræktina

 

Það er ekki langt í að hægt verði að fara á gönguskíðum inn Hólsdalinn

 

Suðurgatan

 

Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir