Vetrardagurinn fyrsti skartaði sínu fegursta á Siglufirði í gær, laugardaginn 27. okt.
Veður var stillt og kalt, vertasólin náði að baða fjörðinn í geislum sínum áður en hún hverfur í vetrardvala á bakvið fjöllin háu. Sólin hverfur um 20. nóvember á Siglufirði og sést ekki í rúma tvo mánuði.
Margir notuðu þennan fallega dag til að stunda útiveru og njóta lífsins.
Hér að neðan er nokkrar myndir sem fréttaritari Trölla.is tók á rölti sínu um Siglufjörð í gær.

Miðbærinn

Á Hólaveginum

Gústi guðsmaður stendur af sér öll veður

Rólegt við höfnina

Við Langeyrartjörn

Nýi golfskálinn við Skógræktina

Það er ekki langt í að hægt verði að fara á gönguskíðum inn Hólsdalinn

Suðurgatan
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir