Í gær á fyrsta vetrardag var haldin skemmtileg sýning í Tjarnarborg, Ólafsfirði.

Sýningin “Sköpun og verk” var vel sótt, þátttakendur voru þau Kolbrún Símonardóttir frá Siglufirði, Kristjana Valdey Valgarðsdóttir frá Ólafsfirði, Ólafur Símon Ólafsson frá Siglufirði og þær Halla Kjartansdóttir og Sigurrós Sveinsdóttir fyrir hönd Sjálfsbjargar Siglufirði.

Mikið var um fallegt handverk sem vakti athygli hjá gestunum.

 

Stórir strákar að spá og spekúlera

 

Kristjana Valdey er mikil handverkskona. Hannar skart úr hreindýrahornum, brennir myndir á við ásamt því að vinna muni úr kindahornum og íslenskri ull. Kristjana tínir einnig jurtir úr íslenskri náttúri í krydd til matargerðar.

 

Sýningin var vel sótt.

 

Kolbrún Símonardóttir jurtalitar íslenska ull og vinnur úr og einnig málar hún og saumar. Vakti fallegt handverk Kolbrúnar mikla athygli.

 

Gestir og gangandi.

 

Hér má sjá íslenska ull sem Kolbrún jurtalitar og nær fram þessum töfrandi litum. Hún rekur Gallerí Imbu að Fossvegi 33, Siglufirði, opið er alla föstudaga frá kl. 14.00-17.00 og síminn er 865 9853.

 

Þær Halla Kjartansdóttir og Sigurrós Sveinsdóttir mættu fyrir hönd Sjálfsbjargar á Siglufirði og voru með hina ýmsu muni til sýnis og sölu sem gerðir eru á vinnustofu Sjálfsbjargar sem staðsett er að Lækjargötu 2 Siglufirði. Sjálfsbjargarfélagið á Siglufirði var stofnað 9. júní 1958 og er elsta félag Sjálfsbjargar á Íslandi.

 

Ólafur Símon Ólafsson er Siglfirðingur og starfar sem kokkur á Sigló Hóteli en í frístundum sínum leggur hann hönd á gerð mini skúlptúra af ýmsum gerðum. Margir mini skúlptúrar Ólafs Símonar eru í anda Warhammer sem er herkænskuspil og hefur sköpun Ólafs Símonar vakið athygli út um allan heim. Hann Óli Símon er alveg að verða heimsfrægur listamaður.

 

Hér má sjá skúlptúr sem Ólafur Símon gerði af eiginkonu sinni Guðrúnu Helgu Kjartansdóttur. Veran er ótrúlega lík Guðrúnu.

 

Ólafur Símon var líflegur og sýndi skúlptúrana af hjartans ánægju.

 

Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir