Smjörsteiktur þorskur

  • 600-700 gr. þorskur
  • 6 msk. smjör
  • ¼ tsk. hvítlauksduft
  • ½ tsk. salt
  • ¼ tsk. mulinn pipar
  • ¾ tsk. paprikukrydd
  • sítróna, skorin í sneiðar
  • fersk steinselja

Hrærið saman hvítlauksdufti, salti, pipar og paprikukryddi. Skerið þorskinn í passlega stóra bita (eftir smekk). Kryddið þorskinn á öllum hliðum með kryddblöndunni.

.

Hitið 2 msk. af smjöri á pönnu yfir miðlungsháum hita (stillingu 7 af 9). Þegar smjörið hefur bráðnað er þorskinum bætt á pönnuna og steiktur í 2 mínútur.

Lækkið hitan örlítið (lækka hann niður í stillingu 5), snúið þorskinum og setjið það sem eftir var af smjörinu yfir hann. Steikið þorskinn í 3-4 mínútur. Þá hefur smjörið á fiskinum bráðnað og hann orðinn fulleldaður. Passið að steikja þorskinn ekki of lengi!

Kreistið sítrónusafa yfir þorskinn og berið hann strax fram.

.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit