Nú er sumarfríinu lokið og handavinnan byrjar aftur hjá eldri borgurum og öryrkjum í Húnaþingi vestra. Fyrsta samveran var mánudaginn 2. september í Nestúni 4-6 á Hvammstanga.
Boðið verður upp á föndur, handavinnu, kaffispjall, spil og fleira fyrir eldri borgara og aðra áhugasama.
Samverur eru á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 15:00 til kl. 18:00.
Leiðbeinandi er Stella Bára Guðbjörnsdóttir.