Fátt er eins fagurt eins og vetrarstilla við hafið, þegar sólin stendur lágt og kastar löngu skuggum á rauðleita klettana í Lysekil.
Göngutúr á jóladag með góðum vinum í mínus 5 gráðum, dagurinn er ekki langur, sólarlag nálgast, samt er klukkan bara rétt að verða fjögur.

Sólin kemur upp í austri og sest í vestri og hér á vesturströnd Svíþjóðar er ekkert á milli mín og sólarlagsins, nema haf og fallegur skerjagarður.

Þessi jól eru óvenjulega hvít, og þau lýsa upp tilveruna með snjó og jólaskreytingum bæjarbúa og blátt ljós og skuggar blandst eins og malt og appelsín í undurfögru sólarlagi.

ATH. Hægt er að skoða myndirnar einar og sér og stækka með því að smella á hvaða mynd sem er og þá er hægt að fletta ljósmyndunum fram og til baka.

Langir skuggar vinka til okkar á rauðlituðum graníklettum við göngubyggjurnar fallegu í Lysekil. Sjá meira hér undir:
SPÁSSERAÐ Á GÖNGU-BRYGGJUM. 30 MYNDIR

Pistlahöfundi lék forvitni um hverning það er að ganga á þessum nýbyggðu göngubryggjum í ís og snjó. En í góðum vetrarskóm er það bara ekkert tilltökumál, samtímis reikaði hugur minn til þess sem frá var horfið varðandi áframhaldandi smíði á þessum göngubryggjum sem hanga í klettunum við sjávarsíðuna í Lysekil.

MYNDAALBÚM 1: GÖNGUBRYGGJA Í VETRARDVALA

MYNDAALBÚM 2: JÓLASTEMMING

MYNDAALBÚM 3: GÖNGUTÚR Í LYSEKIL

Höfundur, ljósmyndari og myndvinnsla:
Jón Ólafur Björgvinsson.

Aðrar sögur, greinar og fleira eftir sama höfund á trölli.is, sjá yfirlit hér:

AUTHOR: JÓN ÓLAFUR BJÖRGVINSSON