Til að tryggja aðgengi viðbragðsaðila að íþróttahúsinu á Sauðárkróki þegar leikur Tindastóls og Keflavíkur í úrslitakeppni Subway deildar karla fer fram í dag, laugardaginn 8.apríl, verður óheimilt að leggja bifreiðum á götunni fyrir framan Heimavistina, rauðmerkt á myndinni hér að neðan. Þá verður óheimilt að leggja bifreiðum á rauðmerktum svæðum á bifreiðarstæðinu norðan við Árskóla.

Lögreglan á Norðurlandi vestra bendir á bifreiðastæðin norðan við heimavistina, norðan við Árskóla, við Fjölbrautarskólann og við Verknámshús.

Heimafólk er hvatt til nota bifreiðarstæðin heima og ganga ef það á þess kost.

Lögreglan mun setja sektir á þær bifreiðar sem leggja á rauðmerktu svæðið á myndinni.

Lögreglan minnir fólk á að skemmta sér vel og fallega á leiknum og virða andstæðinginn á gólfinu og í stúkunni.

Húsið opnar kl 18.00 og leikurinn hefst kl 19:15.