Barðsmenn ehf sem reka meðal annars skíðasvæðið í Skarðsdal. golfvöllinn og golfskálann í Skarðadal hafa tekið við rekstri Vídeóvals á Siglufirði.
Án efa verða bæjabúar ánægðir með þessar fréttir, enda er Vídeóval eini staðurinn í Fjallabyggð þar sem er hægt að fá gómsætan ís yfir vetrartímann.
Á facebooksíðu Barðsmanna ehf segir. “Jæja kæru Íbúar Fjallabyggðar og nágrennis eins og margir hafa frétt og heyrt þá höfum við tekið við rekstri Vidoevals á Siglufirði og gleður það okkur að segja að ísinn verði áfram á sínum stað. Við erum bara að klára að gera og græja staðinn, panta vörur og bíða eftir að þær detti í hús og er planið að opna að nýju 2. Febrúar n.k.
Við munum stofna Like síðu fyrir videoval þar sem fram munu koma opnunartímar og tilboð sem við munum vera með annað slagið.
Hlökkum til að sjá ykkur”.