Bikarmót yngri flokka í blaki fór fram á Akureyri um helgina. Fjöldi liða tók þátt og var keppt í U14, U16 og U20 bæði í stelpu- og strákaflokkum.

Blakfélag Fjallabyggðar sendi til leiks stúlknalið í U14 og strákarnir voru með lið í U16 en það var sameiginlegt með nágrönnum sínum í Rimum frá Dalvík.

Krakkarnir stóðu sig með prýði og mátti sjá miklar framfarir hjá iðkendum frá fyrsta leik til þess síðasta.

Heimild og myndir/Frétta- og fræðslusíða UÍF