Á vefmiðlinum Blika.is er góður fróðleikur um veður og hvaðeina sem að því snýr. Þar segir að viðsnúningur er framundan í veðrinu og hér að neðan má lesa hvað veldur
Frá því um 21. til 22. október hefur verið hagfellt veður á mest öllu landinu. Ríkjandi A-lægir vindar með þurru veðri um allt vestanvert landið. Lægðir hafa farið til austurs, fyrir sunnan land og sumar ansi skeinuhættar. Við höfum aðeins fundið smjörþefinn af þeim og þá aðallega þeir sem búa syðst og eins Austfirðingar.
Nú sér sem sagt fyrir endann á þessu þráviðri.
Breytingarnar eru mjög skýrar í spánum, en ekki þó fyrr en á mánudag, 20. nóvember.
Hefst með því að ofarlega í veðrahvolfinu verður vart rísandi bylgju sem kemur úr vestri. Við það snýst vindáttin þarna uppi, frá því að vera SA-stæð, sem hefur verið ríkjandi að undanförnu, í NV-átt. Við finnum lítið fyrir þessum breytingum á jörðu niðri til að byrja meða. Léttir reyndar til í hægum vindi og kólnar á sunnudag.
Önnur bylgja kemur í kjölfarið og skotvindurinn með. Smám saman verður vindurinn þarna upp SV-stæður. Lægð vex við þessar aðstæður og háloftavindurinn beinir henni fyrir vestan land. Hana má sjá á næsta spákorti kl. 18 á mánudag. Komin þá rigning suðvestan- og vestanlands og hlýrra loft streymir óhindrað í suðvestri og yfir landið.
En fylgjast þarf með lægðinni. Hún hefur margt með sér, fyrir frekari dýpkun, um leið og hún berst um Grænlandssund og norður fyrir land. Aðalspá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar er ekki kræsileg síðdegis á miðvikudag, þegar hún í kjölsogi sínu slengir yfir okkur N og NV-streng.
Um þetta leyti eykst mjög óvissan, en lægðin og ferill hennar fyrir vestan land í byrjun vikunnar má sjá í vel flestum reiknuðum spám.
* Öll kortin eru sótt á Brunn Veðurstofunnar.