Með fundarboði 855. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar fylgdu minnisblöð og samantektir Náttúruhamfaratrygginga Íslands vegna tjónstilkynningar Fjallabyggðar til NTÍ.

Bæjarráð harmar mjög niðurstöðu Náttúruhamfaratrygginga Íslands þar sem bótaskylda er ekki viðurkennd sem getur vart talist annað en óskiljanleg niðurstaða í ljósi þeirra aðstæðna sem voru uppi á Siglufirði 23.-24. ágúst.

Bæjarstjóra er falið að koma andmælum sveitarfélagsins á framfæri sem og kanna réttarstöðu þess.

Myndasyrpa af flóðunum á Siglufirði í ágúst 2024
Flæddi inn í Síldarminjasafn Íslands
Óvissustigi aflétt á Tröllaskaga – Siglufjarðarvegur áfram lokaður
Fjallabyggð metur umfang tjónsins um helgina

Mynd/Sigríður Oddný Baldursdóttir