Á 858. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þann 10. janúar 2025 lá fyrir minnisblað frá bæjarstjóra um mannauðsstefnu Fjallabyggðar og tillögu að aðkomu starfsfólks að undirbúningi og framkvæmd slíkrar stefnu.

Bæjarráð samþykkti tillögu bæjarstjóra að framkvæmd mannauðsstefnu Fjallabyggðar eins og hún liggur fyrir. Bæjarráð leggur áherslu á upplýsingar á næstu fundum um framvindu vinnu við mannauðsstefnuna.

Í Stjórnsýslu- og rekstrarúttekt Fjallabyggðar 2024 sem afhent var afhent Fjallabyggð 22. maí 2024 og birt á vefsíðu sveitarfélagsins 10. janúar 2025 segir um mannauðsmál í Fjallabyggð.

Bæjarstjóri upplýsti á 859. fundi bæjaráðs að skipað hefur verið í starfshóp starfsfólks stofnana til þess að hefja vinnu við mannauðsstefnu og verður boðað til fyrsta fundar starfshópsins í vikunni.

Í starfshópinn hafa verið tilnefndir tveir fulltrúar Grunnskóla (Hólmfríður Ósk Norðfjörð Rafnsdóttir og Hörður Ingi Kristjánsson), tveir fulltrúar frá Leikskóla (Sjöfn Ylfa Egilsdóttir og Helena Margrét Ásgerðardóttir), einn fulltrúi frá Hornbrekku (Nanna Árnadóttir) og einn fulltrúi bæjarskrifstofu (Hulda Magnúsdóttir).

Í tillögum að úrbótum Strategíu ehf er Fjallabyggð ráðlagt að ráða mannauðsstjóra eða fá utanaðkomandi mannauðsstjóra að láni til að tryggja betra utanumhald um mannauðsmál Fjallabyggðar, ekki er farið eftir þeim tillögum í núverandi bókun bæjarráðs.

Núverandi staða:

  • Utanumhald um starfsmannamál Fjallabyggðar eru annars vegar hjá deildarstjóra
    stjórnsýslu og fjármála og hins vegar hjá deildarstjórum og stjórnendum stofnana.
  • Ekki hefur verið mótuð stefna í mannauðsmálum Fjallabyggðar og skortur er á
    samræmdu verklagi varðandi þennan málaflokk.
  • Fjarvistir og hátt veikindahlutfall er ákveðin áskorun í dag og er verið að innleiða
    Bradford kvarðann til að ná betur utan um stöðu mála þannig að markvisst sé
    hægt að vinna í þessum málum.
  • Enn á eftir að klára stafræna innleiðingu varðandi launamál, ráðningasamninga,
    ráðningar og starfsmannasamtöl svo eitthvað sé nefnt.
  • Unnið er að því að koma á sameiginlegum vettvangi til að miðla upplýsingum til
    starfsfólks.
  • Samkvæmt HR monitor í mars 2023 var starfsfólk að upplifa mikið vinnuálag. Hins
    vegar virðist þetta ekki vera sama upplifun núna þegar horft er til könnunarinnar
    Sveitarfélag ársins þegar verið er að spyrja út í sveigjanleika í vinnu.

Tillögur að umbótum:

  • Marka mannauðsstefnu Fjallabyggðar og forgangsraða þeim verkefnum sem
    þarf að vinna á sviði mannauðsmála.
  • Ráða mannauðsstjóra eða fá mannauðsstjóra að láni til að tryggja betra
    utanumhald utan um mannauðsmál Fjallabyggðar.
  • Skilgreina HUÁ stjórnenda Fjallabyggðar varðandi mannauðsmál.
  • Skilgreina HUÁ mannauðsstjóra gagnvart stjórnendum Fjallabyggðar.
  • Innleiða Bradford kvarðann hjá öllum deildum og stofnunum Fjallabyggðar og
    fylgja eftir innleiðingunni.
  • Vinna markvisst að því að fækka fjarvistum og veikindadögum starfsmanna.
  • Þjálfa stjórnendur í að taka fjarvistarsamtöl og leiðbeinandi samtöl.