Lögð fram greinargerð deildarstjóra tæknideildar á 750. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar varðandi stöðu verkefna framkvæmdaáætlunar 2022.

Í ljósi þess sem kemur fram í minnisblaði deildarstjóra leggur bæjarráð áherslu á að gangstéttaframkvæmdir sem ekki eru háðar deiliskipulagi Aðalgötu Ólafsfirði verði boðnar út hið fyrsta.

Þá óskar bæjarráð jafnframt eftir því að gerð gangstéttar við Ægisgötu sem tengist gangstétt sem liggur við Strandgötu (um 220m) verði kostnaðarmetin.