Lagið Við verðum njósnarar úr Draumaþjófnum er komið út.

Draumaþjófurinn er glænýr íslenskur fjölskyldusöngleikur eftir Björk Jakobsdóttur (handrit) og Þorvald Bjarna Þorvaldsson (tónlist), sem hrífur bæði börn og fullorðna. Verkið er byggt á vinsælli bók eftir Gunnar Helgason. Leikstjóri er Stefán Jónsson.

Sýningin er frumsýnd 5. mars í Þjóðleikhúsinu og er stútfull af frábærri tónlist eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson.

Við verðum njósnarar” er fyrsta lagið sem fer í loftið.

Flytjendur:: Þuríður Blær og Kjartan Darri Kristjánsson
Heiti lags:: Við verðum njósnarar
Útgefandi:: Alda Music
Höfundur lags:: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
Höfundar texta:: Björk Jakobsdóttir, Gunnar Helgason, Hallgrímur Helgason