Hunangsraddir Björgvins Halldórssonar er þáttur í tveimur hlutum þar sem Björgvin leikur af plötum, tónlist þeirra listamanna sem mest hafa haft áhrif á hann sem söngvara.

Hunangsraddir, þar sem hunangið drýpur af raddböndum nokkurra af bestu söngvurum okkar samtíðar.

Fyrri þátturinn verður á dagskrá FM Trölla í dag, annan dag jóla, kl. 14:00

Seinni þátturinn verður á dagskrá FM Trölla laugardaginn, 29. des. kl. 14:00