Lagt fram að nýju erindi Elínar Þorsteinsdóttur f.h. Sunnu ehf. á 315. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar, þar sem óskað er eftir leyfi til breytinga á húsnæði fyrirtækisins við Vetrarbraut 8-10.

Breytingarnar fela í sér stækkun til austurs og vesturs þar sem meðal annars er gert ráð fyrir baðstofu á þakhæð hússins.

Nefndin samþykkir að unnin verði breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar skv. minnisblaði skipulagsfulltrúa og heimilar lóðarhafa að láta vinna deiliskipulagsbreytingu sem samræmist þeim hugmyndum sem hér koma fram.

Fyrirhuguð stækkun húsnæðis kallar á stækkun byggingarreits og nýtingarhlutfalls lóðar. Breytingin yrði afgreidd í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Fylgiskjöl:

Mynd/skjáskot úr fylgiskjali