Þórey Edda Elísdóttir hefur starfað sem byggingaverkfræðingur hjá Ráðbarði sf á Hvammstanga í rúmlega 6 ár.

Hún er með BS gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði og MS gráðu í umhverfisverkfræði og hefur öðlast réttindi sem hönnuður bæði fyrir gerð aðaluppdrátta og séruppdrátta.

Nú stefnir Þórey Edda að því að sameina þetta og reyna fyrir sér í hönnun á umhverfisvænni húsum.

Í stað þess að bíða eftir beiðni um slíkt verkefni ákvað Þórey Edda að byrja bara á fjölskylduhúsinu og nota það sem reynsluverkefni í leiðinni.

Á Facebooksíðu sinni “Visthönnun” segir Þórey Edda: “Umhverfisverkfræðin hefur alltaf togað í mig og byggingageirinn er með stórt kolefnisfótspor eins og hann er iðkaður í dag. Með því að hanna umhverfisvænni hús er hægt að minnka kolefnisspor bygginga umtalsvert.”

Á þessari síðu verður hægt að fylgjast með hönnunarferlinu og síðan byggingaferlinu þegar kemur að því og vonast hún til að fólk hafi gagn og gaman af því að fylgjast með og jafnvel fái fleiri áhuga á að feta sömu leið ef þeir eru í byggingarhugleiðingum.

“Ég hef haft augastað á Svansvottuðum húsum nú í bráðum 3 ár en ég var samt aldrei að fara að byggja mitt eigið. Sú hugmynd kom fyrst upp í kollinn á mér fyrir um tæpum tveimur mánuðum. Fyrsta Svansvottaða húsið á Íslandi var byggt af þeim Finni Sveinssyni og Þórdísi Jónu Hrafnkelsdóttur í Urriðaholti árið 2017. Þeirra vinna er fyrirmynd mín í þessu verkefni.”

Sjá einnig Facebooksíðuna “Visthönnun”

Hér er viðtal við Þóreyju Eddu sem Páll Sigurður Björnsson og Helga Hinriksdóttir tóku í þættinum “Gestaherbergið” á FM Trölla fyrir skemmstu.