Fjallabyggð óskaði eftir tilboði fjögurra aðila í vinnu deiliskipulags fyrir suðurbæ Siglufjarðar. Tilgangur skipulagsins er fyrst og fremst að þétta byggð, með því að deiliskipuleggja íbúðarlóðir inn á milli þegar byggðra lóða og nýta þannig betur það byggingarland sem fyrir er, þar sem undirlendi fyrir nýja byggð er af skornum skammti á Siglufirði. Einnig til að svara eftirspurn eftir lóðum og hafa þær til taks þegar kallið eftir þeim kemur.
Tilboð barst frá þremur aðilum:
Yrki arkitektum
Landslagi ehf.
Eflu verkfræðistofu
Tilboðin voru sambærileg varðandi tímaáætlun en einhver munur var á tímafjölda sem áætlaður var í verkið. Afrakstur vinnunnar verður samt alltaf sá sami, þ.e. fullgerðir skipulagsuppdrættir ásamt greinargerð að loknu því ferli sem sett er upp í skipulagslögum.
Lægsta tímaverðið var hjá Yrki Arkitektum og lagði skipulagsfulltrúi til að samið verði við þau um vinnu á þessu verkefni sem mun hefjast í ágúst 2023.
Bæjarráð samþykkti á 796. funi sínum að taka tilboði Yrki Arkitekta vegna deiliskipulagsvinnu suðurbæjar Siglufjarðar. Deildarstjóra tæknideildar var alið að útbúa viðauka vegna deiliskipulagsvinnu.