Deildarstjóri tæknideildar í Fjallabyggð óskar eftir heimild til þess að halda skriflega verðkönnun vegna uppsetningar á bryggju við Hornbrekkubót.

Framkvæmdin er á framkvæmdaáætlun og hefur Fjallabyggð þegar keypt allt efni sem þarf til verksins.

Bæjarráð hefur veitt heimild fyrir verðkönnun vegna Bryggju í Hornbrekkubót.