Blakfélag Fjallabyggðar hefur samið við Lucas Marinov sem nýjan þjálfara. Hann mun vera yfir barnastarfinu sem og fullorðins starfinu.

Til aðstoðar við barnastarfið verður einnig Agnar Óli Grétarsson.

Tökum vel á móti nýju fólki í blakið í haust.

Karlarnir spila í 2. deild og konurnar í 3. deild í Íslandsmótinu.

Æfingar hjá krökkunum byrja mánudaginn 28. ágúst nk.

Mynd/ Blakfélag Fjallabyggðar