Hér eru árin 1969 og 2024 borin saman á tímaflakki kortasjárinnar.Hér eru árin 1969 og 2024 borin saman á tímaflakki kortasjárinnar.

Kortasjá Húnaþings vestra hefur nú verið uppfærð. Meðal nýrra möguleika er tímaflakk þar sem hægt er að skoða loftmyndir fyrri ára með einföldum og skemmtilegum hætti. Aðrar breytingar eru m.a.

  • Nú er hægt að þysja mun lengra inn í kortið.
  • Hægt að velja sem bakgrunn innrauðar myndir og gömlu Atlaskortin.
  • Tenging við 360gráðu myndir af ja.is.
  • Beintenging við skráningu Samgöngustofu um umferðarslys sem er uppfærð árlega.
  • Beintengingu við aðalskipulag Skipulagsstofnunar

Tímaflakkið er líklega sá valmöguleiki sem notendum finnst hvað áhugaverðastur. Hægt er að velja loftmyndir frá ólíkum árum og færa stiku til hægri og vinstri til að sjá hvernig umhverfið hefur breyst. Hægt er að fara allt aftur til ársins 1969 og til ársins í dag. Óhætt er að segja að umhverfið hafi tekið ansi miklum breytingum á þeim tíma. 

Leiðbeiningar um tímaflakk

Veljið tímaflakks valmöguleikann í stikunni efst (tvær síður með örvum). Þá birtist lína á miðjum skjá og ártöl með fellivalmynd. 

Veljið árin sem þið viljið bera saman og færið línuna til vinstri eða hægri.

Hér er vinstri myndin frá 1969 en sú hægri frá 2024. Hægt er að draga stikuna til beggja átta til að sjá meira eða minna af mynd viðkomandi árs.