SUMARLEIKHÚS ÆSKUNNAR Í HÚNAÞINGI VESTRA sýnir uppsetningu sína á LITLU HRYLLINGSBÚÐINNI í Félagsheimili Hvammstanga laugardaginn 24. ágúst kl 18:00.

Þetta er fyrsta uppsetning sumarleikhússins, sem er sjálft nýtt af nálinni. Handbendi Brúðuleikhús framleiðir með stuðningi Leikflokks Húnaþings vestra, sveitarfélagsins Húnaþings vestra og Barnamenningarsjóðs Íslands. Í leikhópnum eru 10 ungmenni úr sveitarfélaginu á aldrinum 8 til 16 ára.

Unga fólkið hefur unnið undir handleiðslu Péturs Guðjónssonar og tekið virkan þátt í ölum þáttum uppsetningarinnar, ekki aðeins leiknum heldur leikmyndarhönnun, búningahönnun, lýsingu og hljóðmynd, sem þýðir að verkefnið er leitt af unga fólkinu sjálfu.

HÚSIÐ OPNAÐ kl. 17:30   MIÐAR 1.000 kr.  ENGINN POSI Á STAÐNUM