Meistaramót GKS var leikið dagana 6 til 11 júní. Frábær skráning var í mótið og fengu kylfingar frábært veður og völlurinn skartaði sínu fegursta.

Í heildina voru 29 manns sem tóku þátt í mótinu og var leikið í fimm flokkum, 1.flokki karla, 1.flokki kvenna, 2.flokki karla, nýliðaflokki karla og nýliðaflokki kvenna. Fyrsti og annar flokkur spiluðu 3×18 holur og nýliðar 3×9 holur. Síðan var haldið flott lokahóf og verðlaunaafhending upp í golfskála um kvöldið, þökkum við KLM verðlaunagripum og Sigló Golf fyrir þeirra stuðning.
Úrslit voru þannig:

1.flokkur karla
1. Jóhann Már Sigurbjörnsson = 216 högg (Nýtt vallarmet 65 högg, -7)
2. Salmann Héðinn Árnason = 234 högg
3T. Grétar Bragi Hallgrímsson = 247 högg (Vann í bráðabana)
3T. Sævar Örn Kárason = 247 högg

1.flokkur kvenna
1. Hulda Guðveig Magnúsdóttir = 269 högg
2. Ólína Þórey Guðjónsdóttir = 273 högg
3. Jósefína Benediktsdóttir = 286 högg

2. flokkur karla
1. Sindri Ólafsson = 275 högg
2. Ólafur Haukur Kárason = 289 högg
3. Sigurgeir Haukur Ólafsson = 306 högg

Nýliðaflokkur kvenna
1. Ása Guðrún Sverrisdóttir = 53 punktar
2. Linda Lea Bogadóttir = 50 punkta
3. Gunnhildur Róbertsdóttir = 41 punktur

Nýliðaflokkur karla
1. Gunnlaugur Stefán Guðleifsson = 52 punktar
2. Sævar Guðjónsson = 48 punktar
3. Árni Geir Bergsson = 47 punktar

Mynd/GKS

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem ritar - Trölli áskilur sér rétt til að eyða óviðeigandi ummælum.