KIMI er íslensk-grískur tónlistarhópur skipaður Þórgunni Önnu Örnólfsdóttur söngkonu Katerinu Anagnostidou slagverksleikara og Jónasi Ásgeiri Ásgeirssyni harmóníkuleikara.

KIMI leikur í Siglufjarðarkirkju þann 14. júlí kl. 20:00.

Þau hafa spilað saman frá árinu 2018 og haldið opinbera tónleika bæði á Íslandi og í Kaupmannahöfn, þar sem þau eru búsett.

KIMI einbeitir sér einkum að flutningi nýrrar tónlistar í bland við eigin útsetningar á þjóðlagatónlist.

Hópurinn dvelur um þessar mundir í Skálholti og undirbýr tvenna tónleika sem munu eiga sér stað helgina 10.-12. júlí á Sumartónleikum í Skálholti.

Þar munu þau m.a. frumflytja þrjú ný verk, eftir tónskáldið Gunnar Karel Másson, Þórönnu Björnsdóttur og Christos Farmakis, sem samin eru fyrir hópinn og sérstaka hljóðfærasamsetningu hans.

Því næst halda þau norður í land og halda þar þrenna tónleika dagana 14.-16. júlí. Þar munu þau flytja grísk og íslensk þjóðlög í eigin útsetningum, í bland við samtímaverk samin hópinn.

KIMI leikur í Siglufjarðarkirkju þann 14. júlí kl. 20:00, í Listasafninu á Akureyri þann 15. júlí kl. 16:00, og í Menningarhúsinu Berg á Dalvík þann 16. júlí kl. 20:00.  Þau ljúka síðan tónleikaferðalaginu með tónleikum í Dómkirkjunni í Reykjavík þann 19. júlí kl. 16:00.

Aðgangseyrir er 2.000 kr. og 1.500 kr. fyrir námsmenn og eldri borgara.