Ljóðasetrið og Umf. Glói hafa staðið að ljóðahátíðinni Haustglæður í Fjallabyggð í 18 ár. Er hún langlífasta ljóðahátíð landsins og einkennismerki hennar er þátttaka barna og ungmenna.

Eins og sagt var frá á dögunum er fastur liður í hátíðinni ljóðasamkeppni milli nemenda í 8. – 10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar og voru úrslit í henni kunngjörð á dögunum á Ljóðasetrinu.

Fjögur ljóð hlutu atkvæði þriggja dómnefndarfulltrúa eða fleiri en dómnefndina skipa fimm aðilar. Á meðfylgjandi mynd myndinni sem fylgir má sjá höfunda þriggja þeirra en á myndina vantar Silju Rún.

Hér eru vinningsljóðin og nöfn höfunda:

Húsin

Hús minninganna fljóta í burtu,

sum brotin, sum ekki.

Fjölskyldan sem bjó í húsinu

er farin.

Þorsteinn Birgis Valdimarsson 10. bekk


Húsin

Húsin standa þétt,

þar eiga margir heima.

Húsin standa svo þétt

að þau tala við hvort annað

og sjá inn um gluggana

hjá hvort öðru.

Sóley Birna Arnarsdóttir 9. bekk


Norðurljósin dansa

Norðurljósin dansa

mjúk á himni

eins og draumur

sem enginn sér.

Í þögninni talar ljósið

og segir mér

að allt verði ljós.

Silja Rún Þorvaldsdóttir 10. bekk


Hugur minn

Hugur minn er eins og sjórinn,

stundum rólegur

en stundum ekki.

Bátar eru eins og tilfinningar mínar,

stundum á miðju hafi

en stundum nálægt landi.

Líf allra er sérstakt

reyndu að lifa þínu besta lífi.

Hersteinn Borgarsson 8. bekk

Mynd/Ljóðasetur Íslands