Skráning í Vinnuskóla Fjallabyggðar er hafin. Þeir sem eru fæddir árin 2004, 2005, 2006 og 2007, hafa lögheimili í Fjallabyggð eða hafa stundað nám í Grunnskóla Fjallabyggðar sl. vetur, geta skráð sig í Vinnuskóla Fjallabyggðar. Undantekningu má veita ef foreldri á lögheimili í Fjallabyggð.
Skráning fer fram á skráningarblöðum í Grunnskóla Fjallabyggðar eða með því að senda póst á haukur@fjallabyggd.is
Árg. 2007 (lokið 8.bekk): ½ daginn, 7. júní – 30. júlí.
Árg. 2006 (lokið 9.bekk): allan daginn mánudaga – fimmtudaga og ½ föstudag 7. júní – 30.júlí.
Árg. 2004 og 2005 (lokið 10.bekk og eldri): 7. júní – 6. ágúst og vinna allan daginn.
Ekki verður hægt að tryggja lágmarksvinnu fyrir þá sem skrá sig eftir að skráningarfresti lýkur.
Tímafjöldinn fer eftir skráningu og því er jafnvel möguleiki á meiri vinnu.
Nánari upplýsingar verða birtar eftir 29. maí á heimasíðu Fjallabyggðar.
Nánari upplýsingar veitir Haukur Sigurðsson,
forstöðumaður Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar og yfirmaður Vinnuskóla Fjallabyggðar.