Vert er að benda á eftirfarnandi upplýsingar sem finna má á vef VIRK.
Einstaklingur sem óskar eftir þjónustu VIRK þarf að byrja á að panta tíma hjá lækni og ræða við hann hvort stafsendurhæfing hjá VIRK sé viðeigandi á þessum tímapunkti.
Ef læknirinn telur starfsendurhæfingu viðeigandi þá sendir hann beiðni til VIRK. Á vef VIRK er farið yfir helstu skilyrði sem einstaklingar þurfa að uppfylla til að eiga rétt á starfsendurhæfingarþjónustu á vegum VIRK og einnig er farið yfir helstu ástæður þess að einstaklingar eru ekki teknir inn í þjónustu VIRK heldur vísað annað.
VIRK ráðgjafar í Eyjafirði
Á Eyjafjarðarsvæðinu starfa fjórir ráðgjafar hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði, þær, Helga Þyri sem jafnframt er verkefnastjóri á svæðinu, Kristín, Nicole og Svana. Þær eru starfmenn Einingar-Iðju, en starfa fyrir öll stéttarfélög á svæðinu. Þær eru með aðsetur á skrifstofu félagsins á 2. hæð í Alþýðuhúsinu á Akureyri.
- Nicole er með fasta viðveru á skrifstofu Einingar-Iðju á Dalvík á þriðjudögum.
- Svana er með fasta viðveru á skrifstofu Einingar-Iðju í Fjallabyggð á miðvikudögum
Ágúst Sigurður Óskarsson starfar sem Atvinnulífstengill hjá VIRK. Hann er starfmaður Framsýnar, en starfar fyrir öll stéttarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu. Hann er með aðsetur á skrifstofu FVSA á 3. hæð í Alþýðuhúsinu á Akureyri tvo daga í viku. Hann er með síma 464 6608 og netfangið virk@framsyn.is