Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði gaf út í byrjun sumars smáforrit/app fyrir snjalltæki þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um alla þá afþreyingu og þjónustu sem í boði er í Skagafirði á auðveldan hátt, beint í símann eða spjaldtölvuna. Appið er einskonar leiðarvísir og ferðafélagi og mjög auðvelt í notkun. Þar er hægt að fá gagnlegar upplýsingar um gistingu, afþreyingu, veitingar, söfn og sýningar, handverkssölu og aðra þjónustu í Skagafirði á einum stað. Upplýsingar um matarhátíðina Réttir Food Festival er að finna í forritinu, en matarhátíðin verður haldin í annað skipti í ágúst. Einnig er hægt að horfa á innslög úr þáttunum Að Norðan, sem tengjast ferðaþjónustunni í Skagafirði, frá sjónvarpsstöðinni N4 og fylgjast með veðri og umferð í gegnum vefmyndavélar.
Hægt er að hlaða niður appinu að kostnaðarlausu á AppStore og Playstore. Það er skráð undir nafninu Visit Skagafjörður. Smellið hér til að hlaða niður appinu.
Fyrirtæki og aðilar sem ekki eru meðlimir í Félagi ferðaþjónustunnar og hafa áhuga að skrá sína þjónustu í appið geta gert það gegn vægu gjaldi. Frekari upplýsingar veitir Evelyn, formaður Félags ferðaþjónustunnar á netfangið evelyn@lythorse.is.
Félagið vonast til þess að ferðamenn og ekki síður heimamenn nýti sér appið og vonast til þess að heimamenn verði duglegir að vekja athygli á appinu.