Í tilefni aðventunnar birtir Trölli.is upptöku af tónleikum Vorboðakórsins í Skálarhlíð undir stjórn Sturlaugs Kristjánssonar, frá því 13. desember 2004. Siglfirðingur fann myndbandið í fórum sínum og sendi okkur.

Vorboðakórinn (einnig nefndur Vorboðar / Vorboðinn) er kór eldri borgara á Siglufirði.

Kórinn var stofnaður árið 1995 og hefur verið ómissandi hluti starfs eldri borgara á staðnum, en hann syngur við fjölmörg tækifæri ár hvert í heimabyggð.