Eðlupizza

  • pizzabotn (annað hvort keyptur tilbúinn eða bakaður heima, uppskrift hér .
  • rjómaostur ( Philadelphia rjómaostur er góður)
  • salsasósa
  • pepperóní
  • rifinn ostur
  • nachos (gott að nota svart Doritos)
  • sýrður rjómi til að setja yfir pizzuna

Fletjið pizzabotninn út og smyrjið hann með rjómaosti. Setjið salsasósu og rifinn ost yfir. Setjið þá pepperóni yfir ostinn, grófmyljið Doritos yfir og setjið að lokum smá rifinn ost yfir allt.

Bakið í funheitum ofni þar til osturinn er bráðnaður. Setjið doppur af sýrðum rjóma yfir og berið strax fram, jafnvel með smá auka Doritos til að mylja yfir.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit