Nýlega kom út á Youtube nýtt lag frá Gillon sem nefnist “Vertu þér í vil”. Það verður leikið í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá FM Trölla í dag kl. 13 – 15.

Lagið “Vertu þér í vil” er af væntanlegri plötu Gillons, “Bláturnablús” sem kemur á streymisveitur þann 22. febrúar næstkomandi.

Platan er 5. breiðskífa Gillons (en það er flytjandanafn höfundarins Gísla Þórs Ólafssonar) og er upptökustjórn í höndum Sigfúsar Arnars Benediktssonar, félaga Gísla úr bandinu Contalgen Funeral.

Sigfús var áður í bandinu Bróðir Svartúlfs og rekur hljóðverið Stúdíó Benmen á Sauðárkróki.