Nýr smellur með Stjórninni
„Hleypum gleðinni inn”.

Grétar Örvarsson kemur í símaviðtal í þættinum Tíu Dropar, á FM Trölla í dag kl. 13 – 15.

Lagið er eftir Grétar Örvarsson og textann samdi Bragi Valdimar Skúlason. 

Sigga og Grétar ætla að fara um landsbyggðina í sumar með tónleikana „Láttu þér líða vel‟.

Efnisval er fjölbreytt og hefur að geyma skemmtilega blöndu af vinsælustu Stjórnarlögunum og lögum af sólóplötum þeirra.

Stjórnin mun síðan leika á nokkrum tónleikum um helgar í sumar.

Sigga og Grétar hafa unnið og sungið saman í rúm þrjátíu ár og tekið þátt í Eurovision í tvígang fyrir Íslands hönd. Fyrst árið 1990 í Zagreb með lagið „Eitt lag enn” og aftur 1992 í Malmö með lagið „Nei eða já”.

Stjórnin hefur eins og flestum ætti að vera kunnugt gefið út fjölda hljómplatna, sem margar hverjar slógu í gegn.