Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum 10. febrúar 2022 að sveitarfélagið Fjallabyggð verði stofnaðili að fyrirhugaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar (HSES) á landsbyggðinni og leggja fram 100.000 kr. stofnfé.

Einnig fól bæjarráð bæjarstjóra að taka, fyrir hönd sveitarfélagsins, þátt í stofnfundi sjálfseignarstofnunarinnar og undirrita stofnskjöl fyrir hönd sveitarfélagsins.

Markmið fyrirhugaðs félags verður að stuðla að uppbyggingu og framboði á almennum íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins. Gert er ráð fyrir því að öll sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins geti lagt íbúðir inn í félagið eða tekið þátt í uppbyggingu. Markmiðið er að ná fram stærðarhagkvæmni sem næst ekki með litlum hses. félögum sem eiga aðeins fáar íbúðir.

Auk Fjallabyggðar hafa fjölmörg sveitarfélög sýnt verkefninu áhuga, þar má m.a. nefna Akranes, Borgarbyggð, Dalabyggð, Tálknafjarðarhrepp, Ísafjarðarbæ,  Húnaþing vestra, Húnavatnshrepp, Sveitarfélagið Skagaströnd, Sveitarfélagið Skagafjörð, Dalvíkurbyggð, Þingeyjarsveit, Skútustaðahrepp, Vopnafjarðarhrepp, Múlaþing, Fjarðabyggð, Mýrdalshrepp, Skeiða- og Gnúpverjahrepp, Grímsnes og Grafningshrepp og Hrunamannahrepp