Vorhreinsun Akureyrarbæjar er í fullum gangi, opin svæði eru hreinsuð ásamt því að götur, gangstéttar og stígar eru sópaðir og þvegið er af miklum krafti.
Næstu skref eru:
– Snyrtum garða og gróður í kringum heimili og vinnustaði.
– Tínum rusl utan lóðarmarka, við næsta göngustíg og/eða á nálægu útivistarsvæði.
Gámar fyrir garðaúrgang verða staðsettir á eftirtöldum stöðum frá 9. maí til og með 19. maí:
· Bugðusíða við leiksvæði
· Aðalstræti sunnan Duggufjöru
· Bónus við Kjarnagötu
· Bónus Langholti
· Krambúðin Byggðavegi
· Nettó Hrísalundi
Bæjarbúar eru hvattir til að nýta gámana en einnig er tekið við garðaúrgangi og fleiru á gámasvæðinu við Réttarhvamm og á móttökustöðinni Hlíðarvöllum við Rangárvelli.
Afgreiðslutími gámasvæðisins við Réttarhvamm breytist þegar sumaropnun tekur gildi 16. maí og verður þá opið virka daga klukkan 13–20.
Sumaropnun
Frá 16. maí – 31. ágúst
Mánudagar til föstudagar kl. 13–20
Laugardagar og sunudagar kl. 13–17
Mynd/Akureyrarbær