Í kvöld, 11. febrúar, sem er 1-1-2 dagurinn, verða haldnir styrktartónleikar fyrir björgunarsveitina Stráka á Siglufirði.

Tónleikarnir verða í beinu streymi frá Siglufjarðarkirkju og hefst útsending klukkan 20.00.

Markmiðið er að safna fyrir fullkomnum leitar- og björgunardróna.

Ýmsir listamenn koma fram og um undirleik sjá Ástarpungarnir, hljómsveitin sem bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir tveimur árum.


Hlekkur á streymið er hér: https://www.youtube.com/watch?v=GHAZGQsP2Js&ab_channel=Straumendur
Facebook síða Stráka: https://www.facebook.com/bjorgunarsveitin.strakar