Nemendur í 10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar hafa fengið það tækifæri í vikunni að kynna sér starfsemi fyrirtækja og stofnanna í sveitarfélaginu.
Þrír nemendur völdu sér að kynnast starfsemi Slökkviliðs Fjallabyggðar og vörðu þær hluta úr tveimur dögum með slökkviliðsstjóra við hin ýmsu störf.
Fengu þær að prófa reykköfunarbúnað, fengu fræðslu um hvernig neyðarbúnaður í jarðgöngum virkar og lærðu umgengni við dælubíla og þann búnað sem í þeim er.
Tækifærið var nýtt nú þegar vorverkin eru í fullum gangi og var stórt svæði við Tjarnarborg hreinsað og þá voru ærslabelgirnir á Ólafsfirði og Siglufirði þrifnir þar sem stutt er í að þeir verði teknir í notkun.
Myndir og heimild/ Slökkvilið Fjallabyggðar