Farið var yfir skólastarf Leikskóla Fjallabyggðar skólaárið 2023-2024 á 129. fundi Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar.

Þar fór Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar yfir starfið í byrjun nýs skólaárs.

107 nemendur eru nú skráðir í leikskólann og munu tólf nemendur bætast við í vetur. Samtals verða 119 nemendur í skólanum undir lok vetrar.

Nú er 41 nemandi á Leikhólum og 66 nemendur á Leikskálum. Búið er að ráða í allar stöður leikskólans fyrir byrjun nýs skólaárs.

Fjallabyggð styður starfsmenn Leikskóla Fjallabyggðar til náms í leikskólafræðum og eru fjórir starfsmenn í slíku námi.