1-1-2 dagurinn í Fjallabyggð byrjaði með rýmingaræfingu Slökkviliðs Fjallabyggðar í grunnskólanum í Ólafsfirði og á Siglufirði þar sem börnin og unglingarnir, auk starfsfólks æfðu viðbrögð við því ef rýma þarf skólabyggingarnar.
Síðdegis buðu svo Björgunarsveitin Tindur og Björgunarsveitin Strákar auk slysavarnadeilda gestum í heimsókn á starfsstöðvar sínar þar sem aðrir viðbragðsaðilar voru einnig.
![](https://trolli.is/wp-content/uploads/2025/02/476834266_951442597096889_59885879502820426_n-1024x576.jpg)
![](https://trolli.is/wp-content/uploads/2025/02/477871711_951442653763550_9161227917839339437_n-1024x576.jpg)
![](https://trolli.is/wp-content/uploads/2025/02/476837006_951442677096881_3910181355510191293_n-1024x576.jpg)
Heimild og myndir/Slökkvilið Fjallabyggðar