Framboðslisti Nýs afls í Húnaþingi vestra, N-listinn, var lagður fram í gær. Listinn hefur meirihluta í núverandi sveitarstjórn, fjóra af sjö fulltrúum. Oddviti listans er Magnús Magnússon, sóknarprestur og hrossabóndi, annað sætið skipar Sigríður Ólafsdóttir, sauðfjárbóndi og ráðunautur og í þriðja sæti er Magnús Eðvaldsson, íþróttakennari. Núverandi oddviti sveitarstjórnar, Unnur Valborg Hilmarsdóttir skipar 14. sæti eða heiðurssætið.
Listinn er þannig skipaður
- Magnús Magnússon, sóknarprestur og hrossabóndi.
- Sigríður Ólafsdóttir, sauðfjárbóndi og ráðunautur.
- Magnús Eðvaldsson, íþróttakennari.
- Þórey Edda Elísdóttir, verkfræðingur.
- Maríanna Eva Ragnarsdótttir, sauðfjárbóndi, sjúkraliði og varaþingmaður.
- Sólveig H. Benjamínsdóttir, forstöðumaður.
- Gunnar Þorgeirsson, sauðfjárbóndi og sveitarstjórnarmaður.
- Guðjón Þórarinn Loftsson, húsasmiður.
- Ingibjörg Auðunsdóttir, bóndi og ferðamálafræðingur.
- Ómar Eyjólfsson, viðurkenndur bókari.
- Eygló Hrund Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri.
- Guðrún Eik Skúladóttir, kúa- og sauðfjárbóndi.
- Birkir Snær Gunnlaugsson, sauðfjárbóndi.
- Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti sveitarstjórnar.
Texti: Aðsendur
Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir